Monday, November 1, 2010

Hitun potta og kostnaður

Margir eru þessa dagana að undirbúa pottana sína fyrir veturinn og hitunin vekur þá spurningar og stundum áhyggjur eigenda. Nú eru síðustu forvöð að láta gera við lokið ef það hefur gleymst í sumar, því að varmatap úr pottinum er oft mest út um trosnað og lélegt lok.
Ef allt er í lagi, ætti potturinn að hita sig um 2 -3 °C á klukkutímann og varmatapið ætti ekki að vera áhyggjuefni. Þó gæti verið kostur að lækka hitann í pottinum ef ekki á að nota hann í nokkurn tíma til að spara raforku.
Það sem kælir pottinn mest er mikið busl og notkun loftnudds þegar kalt er, þar sem vatnsyfirborðið margfaldast og varmatapið sömuleiðis. Þessu máli eru gerð nánari skil í nýrri grein á http://pottar.com/greinar/hitun.html

Kveðja
Björgvin