Nú er frostið komið og ekki seinna vænna en að huga að heita pottinum, hvort sem hann er við húsvegginn heima eða við bústaðinn. Margir spyra á hverju ári hvernig eigi að undirbúa pottinn fyrir veturinn.
Það eru bara tveir möguleikar í stöðunni í mínum huga. Annað hvort er að hafa vatn í pottinum og hitann á, eða að setja pottinn í heilu lagi inn í bílskúr. Ég ræð fólki eindregið frá að fara milliveginn.
Það að ætla að tæma pottinn er mjög varasamt, því að fæstir og nánast engir pottar vatnstæmast algerlega svo að ekki sé hætta á frostskemmdum. Vatn situr í dælum, síuhúsum, slöngum og stútum og þessir hlutir skemmast ef ekki er rétt að farið. Tryggingar bæta síðan ekki skaðann þegar á reynir nema sérstaklega hafi verið um það samið og greitt fyrir.
Tjón af völdum frosts hleypur oft á mörgum tugum eða fáeinum hundruðum þúsunda eftir aðstæðum. Ein dæla getur kostað 100.000 kall, svo að nú er mál að hugsa sig vel um.
Kveðja
Björgvin Árnason
www.pottar.com
No comments:
Post a Comment